Hoppa yfir valmynd
14. október 2013 Matvælaráðuneytið

34 sérfræðingar frá 15 löndum útskrifaðir úr Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Útskrift úr Jarðhitaskóla SÞ
Útskrift úr Jarðhitaskóla SÞ

Ragnheiður Elín Árnadóttir flutti ræðu við útskriftina þar sem að hún óskaði útskriftarnemunum velfarnaðar í því starfi sínu að beisla endurvinnanlega orku úr jarðhitaauðlindum landa sinna - þjóðfélögum þeirra til hagsbóta.

Jarðhitaskólinn hefur starfað á Íslandi frá 1978 og hafa aldrei fleiri útskrifast en nú. Á þessum 33 árum hafa alls 554 sérfræðingar frá 53 löndum lokið námi frá skólanum. Flestir hafa komið frá löndum í Asíu (39%), þar næst frá Afríku (34%), Mið- og Suður Ameríku (15%), Evrópu (11%) og Eyjaálfu (1%). 



Orkustofnun hýsir skÚtskriftinólann og ber á honum rekstrarlega ábyrgð. Námið felst í sex mánaða þjálfun sérfræðinga frá þróunarlöndum þar sem jarðhiti er til staðar, en áhugi á nýtingu jarðhita fer sífellt vaxandi og berast skólanum óskir um þjálfun og kennslu bæði frá þróunarlöndum og iðnríkjum sem vilja efla notkun endurnýjanlegra orkulinda. Þar að auki heldur skólinn reglulega námskeið í þróunarlöndum.

Vefur Jarðhitaskólans

Útskriftarhópurinn

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum