Hoppa yfir valmynd
14. október 2013 Utanríkisráðuneytið

Sameiginlegir hagsmunir Íslendinga og Grænlendinga á fjölmörgum sviðum 

Gunnar Bragi Sveinsson og Aleqa Hammond.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Aleqa Hammond, formanni grænlensku landsstjórnarinnar. Á fundinum kynnti utanríkisráðherra sérstaka ráðherranefnd um samhæfingu starfa ráðuneyta og stofnana í málefnum svæðisins og skoðun á mögulegri uppbyggingu alþjóðlegrar björgunar- og viðbragðsmiðstöðvar á Íslandi.

Hagsmunir Íslendinga og Grænlendinga fara saman á fjölmörgum sviðum og samvinna hefur aukist á undanförnum árum m.a. í heilbrigðismálum, ferðamálum og flugsamgöngum. Sagði utanríkisráðherra að opnun aðalræðisskrifstofu Íslands á Grænlandi væri mikilvægur liður í að efla samstarf landanna og um leið vestnorræna samvinnu Íslands, Grænlands og Færeyja. Þá sagði ráðherra mikilvægt að utanríkisráðherrar landanna ræði sín á milli samstarfstækifæri og sameiginlegra hagsmuni þeirra á svæðinu m.a. tengt samgöngum, umhverfisógnum, leit og björgun.

Formaður grænlensku landsstjórnarinnar sagði að ný stjórnvöld á Grænlandi legðu ríka áherslu á aukin samskipti landanna og Grænlendingar gætu nýtt sér þekkingu og reynslu Íslendinga á ýmsum sviðum, m.a. á sviði björgunarmála, fiskveiða og orkumála. Þá vær framlag íslenskra fyrirtækja til uppbyggingar á sviði sjálfbærrar orkunýtingar mikilvægt

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum