Hoppa yfir valmynd
31. október 2013 Matvælaráðuneytið

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti norrænar samstarfsáætlanir á þingi Norðurlandaráðs

Ragnheiður Elín flytur ræðu á Norðurlandaþingi
Ragnheiður Elín flytur ræðu á Norðurlandaþingi

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sótti í vikunni þing Norðurlandaráðs í Osló. Þar kynnti hún norrænar samstarfsáætlanir á sviði orkumála annars vegar og atvinnulífs- og nýsköpunar hins vegar.

Í samstarfsáætlun um atvinnumál og nýsköpun 2014-17 er lögð áhersla á svokölluð kyndilverkefni í norrænu samstarfi en þau eru m.a. á sviði frumkvöðlastarfsemi,  fjármögnun nýsköpunar, skapandi greina og opinberra innkaupa svo dæmi séu nefnd. Í nýrri samstarfsáætlun er Ísland í forsvari fyrir kyndilverkefninu um málefni frumkvöðla.

Helstu áherslumál í samstarfsáætluninni um orkumál eru raforkumarkaðurinn, orkunýtni, endurnýjanleg orka og orkurannsóknir. Jafnframt er fjallað um efni sem ganga þvert á ofangreinda þætti, svo sem orkunotkun á dreifbýlum svæðum, orkunotkun í samgöngum og alþjóðlegt samstarf.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum