Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kynningarfundur – Ungt fólk 2013

Niðurstöður úr æskulýðsrannsókninni „Ungt fólk 2013 í 5., 6. og 7. bekk grunnskóla“ verða kynntar fimmtudaginn 7. nóvember nk.  
Kynningarfundur – Ungt fólk 2013
Kynningarfundur – Ungt fólk 2013

Niðurstöður úr æskulýðsrannsókninni „Ungt fólk 2013 í 5., 6. og 7. bekk grunnskóla“ verða kynntar fimmtudaginn 7. nóvember nk. kl. 14:00 – 16:00 í Nauthóli, Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík. 

Könnun var lögð fyrir nemendur í öllum grunnskólum landsins í febrúar 2013 og um líðan, menntun, menningu, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra barna.  

Rannsóknin, sem var unnin á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis, verður til umfjöllunar fimmtudaginn 7. nóvember 2013 í Nauthóli. Starfsfólk Rannsókna og greiningar, þau Hrefna Pálsdóttir, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Inga Dóra Sigfúsdóttir, Ingibjörg Eva Þórisdóttir og Jón Sigfússon, munu kynna helstu niðurstöður rannsóknarinnar. Í framhaldi gefst kostur á fyrirspurnum og samræðum. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.

Verið velkomin.                                                                                                                                                                            

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum