Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skólaþing sveitarfélaga

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra lagði áherslu á áform um úrbætur á framhaldsskólastigi og eflingu læsis á leik- og grunnskólastigi í ávarpi sínu.
Skólaþing sveitarfélaga
Skólaþing sveitarfélaga

Í ávarpi sínu á Skólaþingi sveitarfélaga lagði Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra áherslu á áform um úrbætur á framhaldsskólastigi og eflingu læsis á leik- og grunnskólastigi:

„Markmiðin eru annars vegar að bæta árangur nemenda í grunnskólum í læsi og hins vegar að gera framhaldsskóla betur í stakk búna til að koma til móts við kröfur 21. aldar um þekkingu og hæfni nemenda og hækka hlutfall útskrifaðra úr framhaldsskólum innan eðlilegra tímamarka. Unnið er að greiningu á stöðu og stefnu í þessum málaflokkum og er áætlað að á næstunni liggi fyrir drög að ,,hvítbók" um þessi markmið sem ætluð er sem grundvöllur samráðs og síðar ákvörðunar um aðgerðir“.

Skólaþing sveitarfélaga var haldið á Hilton Nordica hótelinu 4. nóvember. Í fyrsta hluta þingsins var sjónum beint til Danmerkur og formaður danska skólastjórafélagsins, Anders Balle, upplýsti þinggesti um þær umfangsmiklu breytingar sem danski grunnskólinn er að ganga í gegnum, þ.á m.  á vinnutímaskipulagi kennara, í kjölfar nýrrar menntastefnu stjórnvalda og verkbanns á kennslu sl. vor, sem leiddi loks til lagasetningar.

Að loknu ávarpi mennta- og menningarmálaráðherra, var athygli beint að kennaramenntun, áhrifum sveitarstjórna á grunnskólann, hljóðvistarmálum í leikskólum og „tossum“.  Í þriðja og síðasta hluta skólaþingsins voru nokkur stutt erindi undir yfirskriftinni „Skóli og samfélag“. Greint var frá samstarfsverkefnum vinnuskóla við fyrirtæki og verkmenntaskóla, gangi skólahalds á Tálknafirði og reynslu borgarinnar af samkomulagi um eflingu tónlistarfræðslu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum