Hoppa yfir valmynd
6. nóvember 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Seinkun á gildistöku nýs námsmats við lok grunnskóla

Breytingar á námsmati við lok grunnskóla, sem áætlað var að tæki gildi vorið 2015, er frestað um eitt ár.

Nýlega stóð mennta- og menningarmálaráðuneyti fyrir könnun á stöðu innleiðingar námskráa í grunnskólum.  Fyrstu niðurstöður þeirrar könnunar sýna að nær allir skólar eru komnir vel á veg við innleiðingu almenns hluta námskráa en þar sem útgáfa greinanámskráa tafðist nokkuð er innleiðing þeirra komin skemur á veg þó svo að 30% grunnskóla segi þá vinnu langt komna. 

Mikilvægur þáttur í innleiðingu nýrra námskráa eru breytingar á námsmati við lok grunnskóla sem áætlað var að tæki gildi vorið 2015. Hafa komið fram óskir frá sveitarfélögum og samtökum kennara um að svigrúm til innleiðingar þessa þáttar verði  aukið.  Í ljósi niðurstöðu ofangreindar könnunar og vegna óska frá hagsmunaaðilum hefur ráðuneytið ákveðið að fresta gildistöku nýs námsmats um eitt ár, eða til vorsins 2016.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum