Hoppa yfir valmynd
7. nóvember 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Aðalráðstefna UNESCO í París

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra situr aðalráðstefnu UNESCO sem nú stendur yfir í París.


Aðalráðstefna UNESCO í París
Aðalráðstefna UNESCO í París

Aðalráðstefna UNESCO stendur yfir í París. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra situr ráðstefnuna auk þess að taka þátt í ýmsum fundum og viðburðum, sem tengjast henni. Ráðherrar  menntamála á Norðurlöndum hittu Hao Ping, aðstoðarmenntamálaráðherra Kína og forseti aðalráðstefnunnar. Umræðuefnið á fundinum var einkum framtíðaráherslur í starfi Unesco. Hao Ping hefur komið til allra Norðurlandanna nema Íslands  og Illugi Gunnarsson notaði tækifærið og bauð honum hingað til lands. Norrænu ráðherrarnir og sendinefndir Norðurlanda hafa mikið samstarf á aðalráðstefnunni og eiga nokkra fundi um þau mál sem hæst ber.

Ráðherra og Berglind Ásgeirsdóttir  sendiherra hittu Lionel Tardy formann Íslandsvinafélags franska þingsins og Claude Bartolone forseta franska þingsins og þeir ræddu menningarsamskipti Íslands og Frakklands auk þess að skoða þinghúsið í París. Þá heimsótti ráðherra Sorbonne háskóla og tók þátt í opnun á verkum íslenskra listamanna í listasafni í París.

Aðalráðstefna UNESCO í París


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum