Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði aðalráðstefnu UNESCO

Ráðherrann átti auk þess fund með Irina Bokova framkvæmdastjóra UNESCO.
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði aðalráðstefnu UNESCO
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði aðalráðstefnu UNESCO

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði aðalráðstefnu Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) í gær. Í ávarpi sínu lagði hann áherslu á mikilvægi menntunar og sagði hana vera lykillinn að friði, sjálfbærni og útrýmingu fátæktar. Ráðherrann dró fram mikilvægi læsis og menntunar kvenna í þessu sambandi. Þá ræddi hann hve mikla þýðingu fjölbreytni í tungumálum hefði fyrir menningu og sjálfsmynd fólks um allan heim og þátt Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta í þeim efnum. Framlag Íslands til þróunarmála felst ekki síst í rekstri Jarðhitaskóla, Sjávarútvegsskóla og Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna auk Alþjóðlega jafnréttisskólans og ráðherrann taldi mikilvægt að halda áfram á sömu braut. Í lokaorðum sínum  sagði mennta- og menningarmálaráðherra að menntun fyrir alla, jafnrétti og sjálfbærni ættu að vera lykilatriðin í starfi UNESCO nú sem fyrr.

Mennta- og menningarmálaráðherra hitti Irina Bokova framkvæmdastjóra UNESCO að máli ásamt Ástu Magnúsdóttur ráðuneytisstjóra og Berglindi Ásgeirsdóttur sendiherra Íslands í Frakklandi en sendiráðið gegnir m.a. hlutverki fastanefndar Íslands gagnvart (UNESCO).

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum