Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2013 Matvælaráðuneytið

Já – við getum tvöfaldað verðmæti hvers fisks sem berst á land

Sjávarútvegsráðherra
Sjávarútvegsráðherra
Hann var kröftugur sóknarfundurinn í gærmorgun þar sem að rætt var hvernig Íslendingar geta tvöfaldað verðmæti hvers fisks sem berst á land. Lausnin liggur í nýsköpun og samstarfi hins hefðbundna sjávarútvegs við vísindasamfélagið og skapandi greinar.

Á fundinum var einnig undirrituð samstarfsyfirlýsing tæknifyrirtækja um að  bjóða útgerðum heildstæða lausn við endurnýjun fiskiskipa.

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði áherslu á það við upphaf fundarins að sjávarútvegurinn kæmist út úr þeirri neikvæðu umræðu sem of lengi hafi verið einkennandi og gerði ekki annað en að draga mátt og þor úr mönnum. Íslendingar eigi að vera stoltir af sjávarútveginum enda sé hann í fremstu röð í heiminum og ein helsta grunnstoð samfélagsins. Það sé mikilvægt að hann búi yfir framsýni og afli til að láta tækifærin verða að ábatasömum veruleika.

Því næst stigu frummælendur á vörubretti einn af öðrum; Dr. Sigrún Mjöll Halldórsdóttir frá Matís sagði frá samstarfsverkefnum við IceProtein og MPF, Ívar Þór Axelsson frá Kerecis sem vinnur græðandi lækningavörur úr fiskroði og hefur náð þeim frábæra árangri að fá „CE“ merkinguna eftirsóttu, Orri Þór Ormarsson barnaskurðlæknir frá Lipid Pharmaceuticals sem vinnur lækningavörur úr omega-3 fiskiolíum, Dr. Ágústa Guðmundsdóttir frá HÍ og Zymetech sem í 25 ár hefur unnið að því að þróa lyflækningatæki úr þorskensímum og fyrstu vörurnar eru komnar á markað í Svíþjóð, Lúðvík Börkur Jónsson frá Royal Iceland sem ber lúxus hrogn á borð fyrir heimsbyggðina og selur til allra heimsins horna, Viggó Jónsson frá auglýsingastofunni Jónsson og Le´Mack sem fjallaði um verðmæti vörumerkja og gildi þess að gera vöruna einstaka með því að segja af henni einstakar sögur, María K. Magnúsdóttir frá Atlantic Leather vinnur úr fiskroði úrvals leður sem notað er m.a. í hátískuvörur og að endingu fjallaði Regína Ásvaldsdóttir um samfélagslega ábyrgð og hvort og hvernig sjávarútvegurinn stæði undir henni.

Á eftir ræðum frumUndirritun samstarfsyfirlýsingu tæknifyrirtækjamælenda var undirrituð samstarfsyfirlýsing tæknifyrirtækja sem miðar að því að bjóða útgerðum heildstæða lausn við endurnýjun fiskiskipa – en fyrir liggur að á komandi misserum þarf að ráðast í endurnýjun á stórum hluta fiskveiðiflotans.





Fundinum lauk með því að Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra steig á vörubretti ásamt Pétri H. Pálssyni framkvæmdastjóra Vísis, Katrínu Pétursdóttur forstjóra Lýsis og Sveini Margeirssyni forstjóra Matís og svöruðu þau spurningum og ræddu hvað þurfi til og hvernig við getum látið það verða að veruleika; að tvöfalda virði hvers fisks sem berst að landi.  
Pallborðsumræður

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum