Hoppa yfir valmynd
13. nóvember 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2013

Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, verður nú fagnað í átjánda sinn.

Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, verður nú fagnað í átjánda sinn. Í tilefni dagsins mun Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heimsækja skóla og stofnanir á Akureyri föstudaginn 15. nóvember.  Hann mun einnig taka þátt í málræktarþingi unga fólksins  á Akureyri  sem nú er haldið í annað sinn fyrir nemendur í 10. bekk grunnskóla.

Hátíðardagskrá verður í Þjóðmenningarhúsinu laugardaginn 16. nóvember kl. 14 og þá mun ráðherra veita Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og sérstakar viðurkenningar fyrir framlag til íslenskrar tungu.

Heimsókn mennta- og menningarmálaráðherra Illuga Gunnarssonar til Akureyrar 15. nóvember 2013

Dagskrá:

9.30       Oddeyrarskóli – tekið á móti ráðherra og fylgdarliði, Preben Jón Pétursson formaður skólanefndar, Gunnar
               Gíslason fræðslustjóri, Jenný Gunnbjörnsdóttir forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar HA og Kristín
               Jóhannesdóttir skólastjóri

9.40       Litið inn í kennslustofur hjá yngsta stigi í Oddeyrarskóla og nám og kennsla í byrjendalæsi skoðuð.

10.20     Giljaskóli – litið við í kennslu hjá nemendum á miðstig í orði af orði og fleiri aðferðir kynntar og ræddar.
               Skólastjóri er Jón Baldvin Hannesson.

11.20     Málræktarþing unga fólksins í hátíðarsal HA – ávarp ráðherra.
               Til þingsins mæta 10. bekkingar úr grunnskólum Akureyrar ásamt kennurum en þeir hafa undanfarnar vikur  
               unnið ýmis verkefni um íslenskt mál.

12.10     Hádegisverður með spjalli um skóla- og menningarmál í menningarhúsinu Hofi

13.15     Leikskólinn Pálmholt heimsóttur, en þar verður farið aðeins yfir lestrarkennslu í leikskóla og starfið skoðað.

14.10     Akureyrarstofa tekur við og menningarstofnanir kynntar. Nánari dagskrá síðar.

16.30     Flug til Reykjavíkur.

Dagskrá í Þjóðmenningarhúsi á vegum mennta- og menningarmálaráðherra
á degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2013 kl. 14

  • Upplestur, Tjörvi Gissurarson.
  • Ávarp Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra.
  • Afhending tveggja viðurkenninga á degi íslenskrar tungu.
  • Ávörp viðurkenningarhafa.
  • Halldóra Ársælsdóttir flytur eigið ljóð.
  • Afhending Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar.
  • Ávarp verðlaunahafa.
  • Hallveig Rúnarsdóttir syngur við undirleik Hrannar Þráinsdóttur.
  • Veitingar í boði mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Fundarstjóri Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir.  Íslandsbanki veitir verðlaunaféð. 

Á vef dags íslenskrar tungu eru upplýsingar um hluta af því sem fram fer undir merkjum dagsins. Á vefnum er einnig vísað á ýmsa sérvefi um Jónas Hallgrímsson. Þar er einnig hugmyndabanki kennara og yfirlit um þá sem hlotið hafa hin árlegu Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og viðurkenningar á degi íslenskrar tungu.

  • Nánari upplýsingar veita Hjördís Erna Sigurðardóttir í síma 8624486 og Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir í síma 8971691 (föstudag og laugardag).

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum