Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2013 Innviðaráðuneytið

Aukinn hagvöxtur og hagræðing með rafrænum viðskiptum

Þann 6. nóvember s.l. var haldinn hádegisfundur um hagvöxt og hagræðingu. Yfirskrift fundarins var "Aukinn hagvöxtur og hagræðing með rafrænum viðskiptum". Liðlega 110 manns sóttu fundinn sem haldinn var á Grand hóteli.

Til máls tóku fulltrúar Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Reita, Staka, Advania, Þjóðskrár Íslands, Samtaka iðnaðarins, FUT og ICEPRO. Skyggnur fundarmanna er að finna á vef Skýrslutæknifélagsins www.sky.is undir "liðnir atburðir" og heitinu "aukinn hagvöxtur".

Tilgangur fundarins var að sýna fram á þann ávinning sem náðst hefur í rafrænum viðskiptum. Farið var yfir útreikninga, sem sýna verulega hagræðingu og hagvöxt í atvinnulífinu, sé rétt á málum haldið. Í ljós kom að þótt hægt sé að sýna fram á ávinning í krónum talið, þá vegur ekki síður þungt sjálfvirknin, öryggið og hraðinn sem nást í samskiptum fyrirtækja. Dæmi voru tekin af jafnt stórum sem litlum fyrirtækjum.

Notendur rafrænna reikninga fóru meðal annars yfir markmið sín, innleiðingarferlið, fjölda móttekinna og útgefinna reikninga, aukna notkun, bókunarstýringar og hverju þurfti að breyta innanhúss með tilkomu rafrænna skjala í stað pappírs. Einnig samskipti sín við önnur fyriræki, aðkomu hugbúnaðarhúsa og skeytamiðlara svo og notkun staðla.

Sagt var frá vexti rafrænna reikninga í Evrópu, markmið ESB yfirfærð á Ísland og niðurstaðan fengin: 10,5 milljarða sparnaður á ári! Sú tala er í samræmi við niðurstöðu niðurstöðu Capgemini Consulting frá 2007, þar sem áætlað er að rafræn innkaup geti leitt til ávinnings sem samsvarar um 0,8% af vergri landsframleiðslu. Sú tala er einir 11 milljarðar!

Rakin var arðsemi rafrænna viðskipta Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga, Ríkisins og fyrirtækja. Samanlagðar sparnaðartölur staðfesta að áætlaðir 10-11 milljarðar eru ekki fjarri lagi. Það er vissulega eftir miklu að slægjast!

Hvernig þessi mikli sparnaður verður til var m.a. sýnt með tilvísun í "finnska módelið", svonefnda. Þar er gert ráð fyrir að móttaka, bókun, samþykkt og vistun pappírsreiknings taki um 14 mínútur. Sömu aðgerðir rafræns reiknings, þurfa hins vegar ekki að taka nema eina mínútu!

Að lokum var litið fram á veginn og fjallað um framtíðarsýn og millilandaviðskipti. Dagskrá fundarins birtir heiti fyrirlestra með rauðum stöfum, sem má smella á til að sjá skyggnurnar:

http://sky.is/index.php/raestefnuvefur/lidhnir-2/1670-2013-aukin-hagvoextur

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum