Hoppa yfir valmynd
9. desember 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Nýr vefur Fjársýslu ríkisins

Nýr vefur FJS
Nýr vefur FJS

Fjársýsla ríkisins hefur tekið í notkun nýjan vef. Við hönnun hans var haft að leiðarljósi að bæta þjónustu stofnunarinnar og gera vef hennar aðgengilegri fyrir viðskiptavini.

Nýi vefurinn uppfyllir reglur um opinvera vefi og aðlagar sig að ólíkum skjástærðum notenda. Allt efni hefur meira og minna verið endurbætt og töluvert af nýju efni er komið á vefinn.

Meðal nýjunga má nefna að hægt er að sækja um námskeið á vegum Fjársýslunnar í gegnum vefinn, sem jafnframt skráist inn í fræðslukerfi Orra.

Hönnun og breytt framsetning gagna á vefnum var unnin í samstarfi við Hugsmiðjuna ehf, að því er fram kemur á vef Fjársýslunnar.

Vefur Fjársýslu ríkisins

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum