Hoppa yfir valmynd
18. desember 2013 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Endurskoðuð úthlutun útgjaldajöfnunarframlaga 2013

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun útgjaldajöfnunarframlaga fyrir árið 2013, skv.13. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 960/2010. Við endurskoðunina var tekið mið af leiðréttum hámarkstekjum á íbúa í hverju sveitarfélagi.

Heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga í ár hefur hækkað um 746,2 m.kr og nema framlögin samtals 6.096,2 m.kr. Þar af eru framlög vegna skólaaksturs úr dreifbýli á árinu samtals að fjárhæð 746,2 m.kr. Til greiðslu á árinu hafa komið samtals 4.240,1 m.kr. Eftirstöðvar framlaganna að fjárhæð 1.856,1 m.kr. koma til greiðslu föstudaginn 20. desember. Meðtalin í þeirri greiðslu eru viðbótarframlög vegna íþyngjandi kostnaðar við skólaakstur úr dreifbýli á árinu 2013 umfram tekjur að fjárhæð 171,2 m.kr.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira