Hoppa yfir valmynd
30. desember 2013 Dómsmálaráðuneytið

Lagabreyting um frestun nauðungarsölu í gildi á morgun

Breyting á lögum um nauðungarsölu um frestun nauðungarsölu tekur gildi á morgun 31. desember. Með breytingunni er kveðið á um að sýslumaður skuli verða við ósk gerðarþola um að fresta fram yfir 1. september 2014 að taka ákvörðun um byrjun uppboðs eða ráðstöfun eignar á almennum markaði.

Jafnframt er kveðið á um að einnig skuli sýslumaður fresta aðgerðum fram yfir 1. september 2014 hafi þegar verið tekin ákvörðun um ráðstöfun slíkrar fasteignar við byrjun uppboðs eða framhald uppboðs eða á almennum markaði en uppboði hefur ekki verið lokið eða boð á almennum markaði samþykkt. Þá er einnig kveðið á um að hafi uppboði verið lokið en boð ekki samþykkt sé sýslumanni heimilt að fresta fram yfir 1. september 2014 að taka afstöðu til boðsins.

Ekki sjálfkrafa frestun

Frestun nauðungarsölu er ekki sjálfkrafa heldur verður gerðarþoli ávallt að óska eftir frestinum. Hafi uppboði verið lokið en boð ekki samþykkt þarf að auki að liggja fyrir samþykki allra gerðarbeiðenda til frestunarinnar. Jafnframt er það skilyrði frestunar í öllum tilvikum að húsnæðið sem um ræðir sé ætlað til búsetu samkvæmt ákvörðun skipulags- og byggingaryfirvalda og gerðarþoli verður að hafa skráð lögheimili á eigninni og halda þar heimili.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira