Hoppa yfir valmynd
31. desember 2013 Matvælaráðuneytið

Ástand síldar í Kolgrafafirði í jafnvægi - stöðvun veiða

Kolgrafafjörður I 291113
Kolgrafafjörður I 291113

Ráðuneytið visar til þess að það heimilaði þann 22. nóvember 2013, með reglugerð nr. 1036/2013 síldveiðar smábáta, allt að 1.300 lestum, í Kolgrafafirði á grundvelli bráðb.ákv. VIII við l. nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Rökin fyrir þessari ákvörðun voru fyrst og fremst að veiðar þessar gætu bjargað verðmætum enda þá umtalsverðar líkur taldar til að ákveðinn hluti síldar innan brúar væri dauðvona sbr. reynslu s.l. vetrar.

Nú er komið fram að Hafrannsóknastofnun telur að hvorki súrefnisstaða né magn síldar innan brúar í Kolgrafafirði kalli á sérstakar aðgerðir og telur því eðlilegast að veiðar úr stofninum lúti almennri fiskveiðistjórnun þar sem tekið er mið af ráðgjöf. Stofnunin mun eftir sem áður fylgjast náðið með súrefnismettun í firðinum og mun auk þess fara til síldarmælinga í janúar 2014, þannig að ný gögn um stofnstærð og dreifingu síldar liggi þá fyrir. Jafnframt er síldin komin í vetrardvala og allt óþarfa skark í stofninum veldur því að síldin þarf sífellt að eyða meiri orku en ella sem getur haft áhrif á möguleika hennar að lifa af veturinn.Með hliðsjón af framangreindri ráðleggingu Hafrannsóknastofnunar hefur ráðuneytið ákveðið að stöðva frekari úthlutun á síld í samræmi við ákvæði reglugerðar 1036/2013 frá og   með 31. desember 2013 að telja. Tekið skal skýrt fram að þeim aflaheimildum í síld sem þegar hefur verið úthlutað fram að þessu skv. 2. gr. a reglug. nr. 1036/2013 og kunna að vera  ónýttar, halda gildi sínu og verður hægt að nýta þó nýjum úthlutunum sé hætt.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum