Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2014 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra ræðir ábyrgð íbúa á norðurslóðum

Iglika Trifonova, Arctic Frontiers and APECS International
Gunnar Bragi Sveinsson. Mynd: Iglika Trifonova/Arctic Frontiers

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, gerði ábyrgð íbúa norðurslóða að umtalsefni í ávarpi sínu á Arctic Frontiers ráðstefnunni í Tromsö fyrr í dag.

Gunnar Bragi segir að með aukinni athygli sem beinist að norðurslóðum og framtíðarmöguleikum svæðisins aukist áherslan á samvinnu og samhæfingu norðurskautsríkjanna átta og alþjóðasamfélagsins. “Þróunin sem hefur átt sér stað setur mikla ábyrgð á herðar okkur, vörsluþjóðum norðurslóða. Þjóðirnar og íbúar norðurslóða þurfa að tryggja að ábyrg auðlindastjórnun og sjálfbærni séu ávallt í hávegum höfð þegar þróun á norðurslóðum er til umræðu.”

Þetta er í áttunda sinn sem Arctic Frontiers ráðstefnan er haldin í Tromsö og þema ráðstefnunnar í ár er Fólk á norðurslóðum. Auk Gunnars Braga eru meðal ræðumanna Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Aleqa Hammond, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands og Elisabeth Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs.

Ávarp utanríkisráðherra (á ensku)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum