Hoppa yfir valmynd
Félagsmálaráðuneytið

Framkvæmd laga um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar

Umboðsmaður skuldara
Umboðsmaður skuldara

Opnað verður fyrir umsóknir um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar hjá Umboðsmanni skuldara í næstu viku samkvæmt nýsamþykktum lögum frá Alþingi. Markmið laganna er að gera þeim sem eiga í verulegum greiðsluörðugleikum kleift að krefjast gjaldþrotaskipta á búi sínu sé ljóst að önnur greiðsluvandaúrræði koma ekki að haldi.

Umboðsmaður skuldara metur hvort umsækjandi uppfyllir skilyrði laganna fyrir fjárhagsaðstoð og tekur ákvörðun um hvort veita skuli fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta samkvæmt lögunum.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira