Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Hagnýting internetsins í þágu nýsköpunar og atvinnuþróunar

Jón Þór Ólafsson
Jón Þór Ólafsson

Jón Þór Ólafsson þingmaður pírata leiðir starfshóp á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem hefur það hlutverk að koma með tillögur um það hvernig við best nýtum þau tækifæri sem internetið gefur okkur til efnahagslegra og samfélagslegra framfara. 

Starfshópurinn mun skila tillögum sínum í næsta mánuði og er markmiðið að þá verði lögð fram þingsályktunartillaga um mótun heildstæðrar stefnu um að skapa á Íslandi vistkerfi í fremstu röð fyrir verðmætasköpun með internetinu og annarri upplýsingatækni ásamt vernd á réttindum notenda. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira