Hoppa yfir valmynd
24. febrúar 2014 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Endurskoðun laga í kjölfar flutnings málefna fatlaðra til sveitarfélaga

Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað starfshóp til að endurskoða lög um málefni fatlaðs fólks og lög um félagsþjónustu sveitarfélaga. Endurskoðunin fer fram í samræmi við bráðabirgðaákvæði í lögum um málefni fatlaðs fólks.

Ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk var færð frá ríki til sveitarfélaga í ársbyrjun 2011. Ýmsar breytingar voru gerðar á lögum um málefni fatlaðs fólks í tengslum við yfirfærsluna, auk þess sem sett voru í lögin nokkur bráðabirgðaákvæði um framkvæmd tiltekinna verkefna í tengslum við breytinguna. Eitt þessara ákvæða kveður á um að endurskoða skuli lög um málefni fatlaðs fólks samhliða endurskoðun laga um félagsþjónustu sveitarfélaga fyrir árslok 2014 og að við þá vinnu skuli tekið mið af meginreglum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Formaður starfshópsins er Willum Þór Þórsson.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum