Hoppa yfir valmynd
25. febrúar 2014 Utanríkisráðuneytið

Þingsályktunartillaga um að draga aðildarumsókn Íslands að ESB til baka

Lögð hefur verið fram á Alþingi þingsályktun um að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka og að ríkisstjórninni verði falið að treysta tvíhliða samskipti og samvinnu við Evrópusambandið og Evrópuríki. Þá segir í tillögunni að ekki skuli sótt um aðild að Evrópusambandinu á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort íslenska þjóðin stefni að aðild að Evrópusambandinu.

Í greinargerð með tillögunni segir að hún sé í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að hag Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins. Frá því að stjórnin tók við hefur stefnu hennar í Evrópumálum verið hrundið í framkvæmd, m.a. samdi utanríkisráðuneytið í október 2013 við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um að vinna úttekt á stöðu aðildarviðræðnanna og þróun mála innan sambandsins og var sú skýrsla kynnt á Alþingi þann 19. febrúar sl.

Í greinargerðinni segir að ríkisstjórnin telji nauðsynlegt að ekki ríki neinn vafi um það hver sé staða aðildarumsóknar Íslands og að best fari á því, í ljósi stefnu ríkisstjórnarflokkanna og með hliðsjón af skýrslu Hagfæðistofnunnar, að aðildarumsóknin verði dregin til baka.
Jafnframt er lagt til að treysta sambandið við Evrópusambandið og Evrópuþjóðir, sem eru og og verði helstu samstarfsaðilar Íslands á mörgum sviðum. Mikilvægt sé að treysta þau sambönd enn frekar þrátt fyrir að umsókn um Evrópusambandsaðild verði dregin til baka. Í þessu samhengi sé samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES- samningurinn, burðarás samstarfs og samskipta Íslands við Evrópusambandið og aðildarríki þess.

Þingsályktunartillaga um að draga ESB umsókn Íslands til baka

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum