Hoppa yfir valmynd
13. mars 2014 Utanríkisráðuneytið

Fundur með hagsmunasamtökum, 13. mars 2014

Haldinn var fundur í utanríkisráðuneytinu 13. mars 2014 með hagsmunasamtökum, félögum fyrirtækja og fyrirtækjum sem starfa á sviði þjónustu á erlendum mörkuðum. Á fundinn mættu aðilar frá Samtökum iðnaðarins, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum fjármálafyrirtækja, Samtökum ferðaþjónustunnar auk Íslandsbanka og TM. Tilgangur fundarins var að fara yfir þær samningaviðræður sem standa yfir á sviði þjónustuviðskipta (TiSA, EFTA, fríverslunarsamningar) og kynna samstarfsverkefnið í hagsmunagreiningu á sviðinu.

Á fundinum var farið yfir stöðu viðræðna sem utanríkisráðuneytið er aðili að og mikilvægi þess að fá skýrari yfirsýn á þjónustuviðskipti og hvar fyrirtæki eiga hagsmuna að gæta. Þá var fjallað um TiSA viðræðurnar, markmið þeirra, áherslur Íslands og samráðsferlið framundan.

Á fundinum kom fram að almennt er talið skorta á rannsóknir og greiningu á útflutningi á sviði þjónustuviðskipta. Aukin greining Hagstofunnar sé til bóta en enn skortir á nánari greiningu á útflutningi, sérstaklega í samanburði við vörur. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum