Hoppa yfir valmynd
Félagsmálaráðuneytið

Erindum til Leigjendaaðstoðarinnar fjölgar

Fjöleignarhús
Fjöleignarhús

Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna hafa borist um 580 erindi það sem af er ári sem er töluverð aukning frá í fyrra. Neytendasamtökin annast aðstoð við leigjendur samkvæmt þjónustusamningi við velferðarráðuneytið sem gerður var sumarið 2011.

Þjónustan felst í því að veita leigjendum íbúðarhúsnæðis upplýsingar um rétt sinn og skyldur samkvæmt húsaleigulögum. Neytendasamtökin rekaupplýsingavef fyrir leigjendur auk þess sem boðið er upp á viðtalstímam, jafnt símleiðis sem á skrifstofu samtakanna. Þjónusta við leigjendur var aukin um síðustu mánaðamót og er þjónustusími Leigjendaaðstoðarinnar nú opinn þrjá daga í viku, þ.e. á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 12:30 – 15:00.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira