Hoppa yfir valmynd
13. maí 2014 Innviðaráðuneytið

Málstofa um rafræna stjórnsýslu hjá ríkiog sveitarfélögum

Innanríkisráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Samband íslenskra sveitarfélaga standa í næstu viku fyrir málstofu um rafræna stjórnsýslu fyrir stjórnendur hjá ríki og sveitarfélögum. Málstofan fer fram á Grand hóteli við Sigtún í Reykjavík miðvikudaginn 21. maí milli klukkan 13:00-16:30.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra setur málstofuna og síðan munu nokkrir sérfræðingar fjalla um ýmsar hliðar á rafrænni stjórnsýslu. Dagskráin verður sem hér segir:

 

DAGSKRÁ

13:00 – 13:10  Setning málstofunnar.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.
13:10 – 13:30 Vöxtur í krafti netsins, stefna ríkis og sveitarfélaga um upplýsingasamfélagið.
Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneyti.
13:30 – 13:50 Miðlæg rafræn þjónusta á Íslandi – hvernig er hægt að vinna saman og ná þannig betri árangri?
Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands.
13:50 – 14:10 Reynslusaga frá sveitarfélagi – hvernig geta smærri sveitarfélög náð árangri í rafrænni stjórnsýslu?

Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.

14:10 – 14:30 Opin gögn – hvað eru opin gögn, hver er ávinningurinn af þeim og hvaða verkefni eru framundan á Íslandi?

Tryggvi Björgvinsson, tölvuverkfræðingur, verkefnisstjóri hjá Open Knowledge.

14:30 – 14:50  Kaffi
14:50 – 15:10 Reynslusaga úr stjórnsýslunni – upplýsingatækni og hagræðing.

Óskar J. Sandholt, skrifstofustjóri í miðlægu stjórnsýslunni hjá Reykjavíkurborg.

15:10 -15:40 Öryggi gagna í stjórnsýslunni.

Svavar Hermannsson, sérfræðingur í áhættustýringu upplýsingakerfa, DH Samskipti.

15:40 – 16:00 Innkaup á búnaði og þjónustu – tækifæri til sparnaðar.

Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa.

16:00 – 16:15 Hvaða lærdóm má draga af notkun lögreglunnar á samfélagsmiðlum?

Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður, lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

16:15 – 16:30 Samráð á netinu við stefnumörkun og mótun lagafrumvarpa.

Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti.

 16:30    Dagskrárlok.
 Fundarstjóri:  Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneyti.

Markmið málstofunnar eru að:

  • auðvelda stjórnendum að forgangsraða þeim verkefnum í upplýsingatækni og rafrænni stjórnsýslu sem þeir standa frammi fyrir á næstu árum,
  • stuðla að aukinni samvinnu stofnana og sveitarfélaga um upplýsingatækni og rafræna stjórnsýslu,
  • auðvelda stjórnendum að greina hvað hægt er að gera strax til að ná betri árangri í rafrænni stjórnsýslu og upplýsingatæknirekstri,
  • styðja stjórnendur í að ná meiri árangri í framþróun í rafrænni stjórnsýslu og upplýsingatækni.

Málstofa um upplýsingatækni og rafræna stjórnsýslu er undanfari námskeiða sem haldin verða á þessu og næsta ári í kjölfar könnunar sem gerð var í lok árs 2013 þar sem fram kom mikill áhugi forstöðumanna og forsvarsmanna sveitarfélaga fyrir málstofu sem þessari. Aðgangseyrir er 5000 kr.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum