Hoppa yfir valmynd
13. maí 2014 Utanríkisráðuneytið

Sérfræðingahópur Biophilia hittist á Íslandi

Nú í vikunni hittist hópur norrænna sérfræðinga á Íslandi til að skerpa og betrumbæta Biophila verkefnið auk þess að finna nýjar og frumlegar leiðir, og hugmyndir, sem nýta má við kennslu.

Biophilia er viðamikið kennsluverkefni sem byggir á víðtækri þátttöku fræðimanna, vísindamanna, listamanna, kennara og nemenda á öllum skólastigum. Það byggist á því að nota sköpun sem menntunar- og rannsóknaraðferð þar sem náttúruvísindi, tónlist og tækni eru tengd saman á nýstárlegan hátt. 

Í hópnum eru Sunleif Rasmussen, eitt helsta tónskáld Færeyja; Anja Andersenstjarneðlisfræðingur hjá Dark Cosmology Centre við Niels Bohr stofnunina í Danmörku; Pipaluk Jörgensen, leikskáld og leikstjóri frá Grænlandi; Cecilia Björck, doktor í heimspeki tónlistarmenntunar við Háskólann í Gautaborg; Esko Valtaoja, rithöfundur og prófessor í stjörnufræði við Háskólann í Turku; Alex Strömme prófessor í vísindamenntun við Háskólann í Þrándheimi; Guðrún Geirsdóttir, stjórnarformaður kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands og prófessor í menntunarfræðum, ásamt Björk Guðmundsdóttur.

Hugmyndir og vinna þessa hóps verður undirstaða Biophiliu kennsluverkefnisins. Verkefnið mun svo þróast áfram í samstarfi við þau svæði sem taka þátt í verkefninu, þar sem það verður reynt og taka mið af áherslum og aðstæðum á hverjum stað fyrir sig.

Fréttin á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum