Dómsmálaráðuneytið

Mál nr. 42/2014, úrskurður 21. maír 2014

Mál nr. 42/2014
Aðlögun kenninafns: Herbertsson

Hinn 21. maí 2014 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 42/2014 en erindið barst nefndinni 20. maí:

Með bréfi Þjóðskrár Íslands, dags. 19. maí 2014, var óskað úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni umsækjenda um að taka upp kenningu til föður síns, Herberts. Óskar hann að rita kenninafnið Herbertsson.

Ekkert er í lögum nr. 45/1996, um mannanöfn, sem stendur í vegi fyrir því að fallist sé á ofangreinda beiðni.

Úrskurðarorð:

Fallist er á föðurkenninguna Herbertsson

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn