Hoppa yfir valmynd
Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2014

VILJI – hvatningarverðlaun NKG veitt í fyrsta sinn.

Ellefu þátttakendur fengu verðlaun fyrir hugmyndir sínar.

Nýsköpunarkeppni grunnskóla 2014
NKG-2014

Í nýafstaðinni vinnusmiðju Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda (NKG) unnu 39 nemendur við að útfæra hugmyndir sínar með smíðum, saumum, teikningum, forritun og framsöguþjálfun. Til leiðsagnar voru kennarar og nemendur HR og HÍ, fulltrúar frá SKEMA, FAFU og JCI á Íslandi.

Ellefu þátttakendur fengu verðlaun fyrir hugmyndir sínar af þeim 39þátttakendum sem tóku þátt í úrslitum. Afhending verðlauna fór fram í lokahófi Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda sunnudaginn 25. maí sl. en keppnin var nú haldin í 23. sinn. Í ár bárust hugmyndir frá 1800 þátttakendum frá 32 grunnskólum sem kenna á miðstigi, víða um land.

Sædísi S. Arndal, kennari í Hofsstaðaskóla í Garðabæ, hlaut VILJA – hvatningarverðlaun NKG og titilinn „Nýsköpunarkennari grunnskólanna 2014“.

Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson verndari keppninnar, afhenti verðlaunin og flutti hátíðarræðu. Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti flutti hvatningarræðu, afhenti viðurkenningarskjöl til þátttakenda og farandbikar til grunnskóla. Þá kynntu þátttakendur sjálfir hugmyndir sínar fyrir gestum.

Tilgangur keppninnar er að efla nýsköpunarstarf í grunnskólum og gera börnum grein fyrir sköpunargáfu sinni og hvernig megi þroska hana í gegnum vinnu með eigin hugmyndir. 

Farandbikar til nýsköpunarskóla ársins í flokki minni og stærri skóla

Farandbikarinn í flokki stærri skóla fyrir hlutfallslega flestar hugmyndir í keppninni hlaut Hofsstaðaskóli í Garðabæ. Var þetta sjötta árið í röð sem Hofsstaðaskóli hlýtur bikarinn.

Farandbikarinn í flokki minni skóla fyrir hlutfallslega flestar hugmyndir í keppninni hlaut Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri

Verðlaunahafar í ár:

Verðlaun Flokkar Hugmynd Nafn Skóli
Bronsverðlaun 5. bekkur Herðatré og hankar Stefanía Stella Baldursdóttir Húsaskóli
Silfurverðlaun 5. bekkur Þyngdarloftsskynjarinn Nína Ægisdóttir Hofsstaðaskóli
Gullverðlaun 5. bekkur Þjófavörn f/hjól Andrea Marý Sigurjónsdóttir Víðistaðaskóli
         
Bronsverðlaun 6. bekkur Rörmortél Hildur Kaldalóns Björnsdóttir Melaskóli
Bronsverðlaun 6. bekkur Rörmortél Kristín Pálmadóttir Thorlacius Melaskóli
Silfurverðlaun 6. bekkur Hringinn í kringum Ísland Ásdís Hvönn Jónsdóttir Egilsstaðaskóli
Silfurverðlaun 6. bekkur Hringinn í kringum Ísland Hafdís Guðlaugsdóttir Egilsstaðaskóli
Gullverðlaun 6. bekkur Lyfja minnari Ágústa Líndal Hofsstaðaskóli
         
Bronsverðlaun 7. bekkur Moðpressari Ólafur Ísar Jóhannesson Grunnskólinn austan vatna
Silfurverðlaun 7. bekkur Ferðabrú fyrir fé og hross Þórir Árni Jóelsson Varmahlíðarskóli
Gullverðlaun 7. bekkur Hóffjaðratínari Laufey Helga Ragnheiðardóttir Flúðaskóli

Guðrúnarbikarinn

Anna Hulda Ólafsdóttir afhenti „Guðrúnarbikarinn“ til minningar um móður sína Guðrúnu Þórsdóttir. Áróra Ísól Valsdóttir úr Laugalækjarskóla með hugmyndina „Lófaband“ hlaut „Guðrúnarbikarinn“ með þá von að bikarnum fylgi sá kraftur og hvetjandi innblástur sem fylgdi Guðrúnu Þórsdóttur, sem var ein af upphafsaðilum keppninnar.

Paul Jóhannsson bikarinn

Paul Jóhannsson stofnandi NKG, afhenti Degi Kára Guðnasyni og Gissuri Þór Magnússyni fyrir framúrskarandi sköpunargáfu og eljusemi í vinnusmiðju NKG með hugmynd sína „Boltavekjarann“.

VILJI – hvatningarverðlaun NKG

Margar tilnefninganna voru mjög verðugar og mismunandi þættir stóðu uppúr. En niðurstaða dómnefndar er að veita Sædísi S. Arndal, kennara í Hofsstaðaskóla í Garðabæ, VILJA – hvatningarverðlaun NKG og titilinn „Nýsköpunarkennari grunnskólanna 2014“.

Tilgangur VILJA – Hvatningarverðlauna NKG er að hvetja kennara til dáða, draga fram og deila aðferðum sem efla sköpunargáfu nemenda í ferlinu frá hugmynd til framkvæmdar og hvetja til þátttöku í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda (NKG). Bæta gæði nýsköpunarkennslu og efla vitund um nýsköpunarmennt. Í framhaldinu verður aðferðafræði vinningshafa hvers árs deilt á heimasíðu NKG til fróðleiks og hvatningar fyrir aðra kennara.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira