Hoppa yfir valmynd
24. júní 2014 Innviðaráðuneytið

Drög að breyttri reglugerð í tengslum við starfrækslu loftfara til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneyti drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfsrækslu loftfara. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 2. júlí næstkomandi á netfangið [email protected].

Reglugerðin fjallar um þær kröfur sem gerðar eru til almannaflugs flugvéla, þyrlna, svifflugna og loftbelgja auk krafna um eftirlitsskyldu flugmálayfirvalda gagnvart almannaflugi. Grunnur þessarar reglugerðar er skv. ICAO viðauki 6 (hluta 2) sem innleiddur hefur verið hér með reglugerðum nr. 694/2010 og 695/2010.

Tilteknir kaflar reglugerðarinnar hafa engin áhrif hér á landi þar sem ekki er um að ræða starfrækslu loftbelgja eða vélknúinna flókinna loftfara í almannaflugi á Íslandi um þessar mundir. Reglugerðin setur þó fram afmarkaðar kröfur til starfrækslu sviffluga sem ekki hafa verið til staðar fram til þessa. Reglugerðin gerir jafnframt skýrari kröfur um eftirlit flugmálayfirvalda en verið hefur sérstaklega hvað varðar loftför skráð í þriðju ríkjum sem eru staðsett á Íslandi.

Jafnframt er rétt að benda á að gildistökuákvæði reglugerðarinnar gerir ráð fyrir því að hún taki gildi 25. ágúst 2016 líkt og heimilt er skv. reglugerð (ESB) nr. 800/2013.

Reglugerðinni er ætlað að innleiða hér á landi reglugerð (ESB) nr. 800/2013. (Part-NCC). Reglugerðin felur í sér breytingar á reglugerð 965/2012, sem innleidd var hér á landi með reglugerð nr. 237/2014.

Reglugerð (ESB) nr. 800/2013 var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26 frá 14. febrúar 2014. Reglugerðin er jafnframt birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 23 frá 10. apríl 2014, blrs. 696.

Lagastoð er að finna í 85. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum