Hoppa yfir valmynd
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra Kína heimsótti innanríkisráðherra

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra Kína, Zhang Mao, sem einnig fer með neytendamál þar í landi, heimsótti Ísland á dögunum og átti fund með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Zhang Mao, sem fer með neytendamál í Kína.

Ráðherrarnir ræddu ýmsar hliðar neytendamála, meðal annars lagaumhverfi, neytendavernd og þau auknu tækifæri sem liggja í auknum viðskiptum ríkjanna tveggja sem og nýlegan fríverslunarsamning.

Auk fundarins í innanríkisráðuneytinu var efnt til málstofu í samvinnu við samtök atvinnurekenda og Íslensk-kínverska verslunarráðið þar sem fulltrúar íslenskra fyrirtækja voru þátttakendur. Kínverski ráðherrann kynnti þar stefnu og störf Kína á sviði neytendaverndar. Ársæll Harðarson, formaður Íslensk-kínverska verslunarráðsins ræddi sameiginlega hagsmuni ríkjanna auk þess sem viðskiptafulltrúi Kína á Íslandi ræddi tækifæri í viðskiptum milli landanna tveggja. 

Í fylgdarliði kínverska ráðherrans voru meðal annars nokkrir yfirmenn deilda viðskiptaráðuneytisins sem fjalla um vörumerki, rannsóknir og alþjóðleg samskipti.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira