Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra Kína heimsótti innanríkisráðherra

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra Kína, Zhang Mao, sem einnig fer með neytendamál þar í landi, heimsótti Ísland á dögunum og átti fund með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Zhang Mao, sem fer með neytendamál í Kína.

Ráðherrarnir ræddu ýmsar hliðar neytendamála, meðal annars lagaumhverfi, neytendavernd og þau auknu tækifæri sem liggja í auknum viðskiptum ríkjanna tveggja sem og nýlegan fríverslunarsamning.

Auk fundarins í innanríkisráðuneytinu var efnt til málstofu í samvinnu við samtök atvinnurekenda og Íslensk-kínverska verslunarráðið þar sem fulltrúar íslenskra fyrirtækja voru þátttakendur. Kínverski ráðherrann kynnti þar stefnu og störf Kína á sviði neytendaverndar. Ársæll Harðarson, formaður Íslensk-kínverska verslunarráðsins ræddi sameiginlega hagsmuni ríkjanna auk þess sem viðskiptafulltrúi Kína á Íslandi ræddi tækifæri í viðskiptum milli landanna tveggja. 

Í fylgdarliði kínverska ráðherrans voru meðal annars nokkrir yfirmenn deilda viðskiptaráðuneytisins sem fjalla um vörumerki, rannsóknir og alþjóðleg samskipti.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn