Hoppa yfir valmynd
3. ágúst 2014 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra heiðursgestur og fulltrúi ríkisstjórnarinnar á Íslendingadeginum

Gunnar Bragi í Nordur Dakota
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í gær þátt í hátíðarhöldum Mountain, í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum, í tilefni af Íslendingadeginum sem haldinn var 2. ágúst. Bærinn Mountain var byggður af Íslendingum árið 1879 og er saga bæjarins öll tengd landnámi Íslendinga. Um 150 Íslendingar lögðu leið sína til Mountain gagngert til þess að taka þátt í hátíðarhöldunum ásamt afkomendum Vestur- íslendinga.

Hátíðin, sem haldin er í 115. skiptið í ár, er á vegum samtaka Íslendinga í Norður-Dakóta með stuðningi frá ferðamálaráði Norður-Daktóta. Meðal atriða í hátíðardagskránni að þess sinni var kórsöngur Samkórs uppsveita Árnessýslu.

Fyrr um daginn heimsótti Gunnar Bragi meðal annars minnismerki um Stephan G. Stephanson ljóðskáld og staðinn þar sem Thingvalla kirkjan stóð, en hún brann við endurbætur árið 2003. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum