Hoppa yfir valmynd
15. ágúst 2014 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Björn Zoega stjórnarformaður Sjúkratrygginga Íslands

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað nýja stjórn Sjúkratrygginga Íslands til næstu fjögurra ára í samræmi við 6. gr. laga um sjúkratryggingar nr. 112/2008.

Stjórnin er þannig skipuð:

  • Björn Zoega, bæklunarskurðlæknir, formaður
    Varamaður:  Stefán Þórarinsson, læknir,
  • Berglind Hallgrímsdóttir, verkfræðingur
    Varamaður: Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsráðgjafi
  • Helga Tatiana Zharov, lögfræðingur
    Varamaður:  Guðjón Bjarni Hálfdánarson, lögfræðingur
  • Guðmundur Magnússon, rekstrarverkfræðingur,
    Varamaður: Vífill Karlsson, hagfræðingur
  • Birna Kr. Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
    Varamaður: Valgerður Sveinsdóttir,lyfjafræðingur

Helstu verkefni stjórnar Sjúkratrygginga eru að staðfesta skipulag stofnunarinnar, útbúa árlega starfsáætlun og fjárhagsáætlun og marka henni langtímastefnu. Skal stjórnin hafa eftirlit með starfsemi stofnunarinnar og að rekstur hennar og greiðslur vegna sjúkratryggðra séu innan ramma fjárlaga á hverjum tíma.

Kristján Þór segir afar ánægjulegt að fá þetta öfluga fólk til starfsins.

„Ég vænti góðs samstarfs við að sinna því mikilvæga hlutverki sem Sjúkratryggingum Íslands er ætlað í þágu íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Reynsla og þekking Björns Zoega á íslensku heilbrigðiskerfi mun vafalítið koma öllum landsmönnum til góða. Fráfarandi stjórn eru færðar þakkir fyrir hennar störf.“

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum