Hoppa yfir valmynd
19. ágúst 2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína, til umsagnar.

Á komandi haustþingi hyggst iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggja fram tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Í henni verða að finna viðmið og meginreglur sem leggja ber til grundvallar við uppbyggingu á dreifi- og flutningskerfi raforku, m.a. að því er varðar þau álitamál um hvenær leggja skuli raflínur í jörð og hvenær reisa sem loftlínur.

Áætlað er að leggja þingsályktunartillöguna fram á Alþingi samhliða frumvarpi til laga um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003 þar sem kveðið verður með ítarlegum hætti á um hvernig standa skuli að gerð kerfisáætlunar um uppbyggingu flutningskerfis raforku, en drög að frumvarpi þess efnis voru lögð fram til almennrar umsagnar á vef ráðuneytisins þann 27. júní 2014.

Drög að þingsályktunartillögunni hafa í dag verið birt á heimasíðu ráðuneytisins til almennrar kynningar og er öllum frjálst að senda inn athugasemdir vegna þeirra. Óskað er eftir að umsagnir berist eigi síðar en 5. september 2014. Frestur til að senda inn umsagnir vegna framangreinds frumvarps um breytingu á raforkulögum er að sama skapi framlengdur til 5. september 2014.

Við gerð þeirra draga að tillögu til þingsályktunar sem nú hafa verið kynnt var unnið út frá þeim tillögum sem fram koma í skýrslu nefndar um mótun stefnu um lagningu raflínu í jörð, sem og nefndaráliti atvinnuveganefndar vegna þeirrar skýrslu.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira