Hoppa yfir valmynd
2. september 2014 Innviðaráðuneytið

Framlög til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að uppgjöri framlaga til sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda skólaárið 2013-2014 á grundvelli 2. mgr. 1. gr.  reglugerðar nr. 23/2013. Uppgjörið fór fram við lokagreiðslu framlaga vegna skólaársins í ágúst þar sem því var viðkomið eða mun fara fram við úthlutun og greiðslu framlaga fyrir næsta skólaár.

Ráðherra hefur jafnframt samþykkt fyrstu tillögu ráðgjafarnefndar sjóðsins að úthlutun framlaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda skólaárið 2014-2015. Úthlutunin, sem nemur 506 m.kr., fer fram á grundvelli 2. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 23/2013 vegna hljóðfæranáms á framhaldsstigi og söngnáms á mið- og framhaldsstigi.

Úthlutunin verður tekin til endurskoðunar í október þegar endanlegar nemenda- og kennsluskrár vegna skólaársins liggja fyrir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum