Hoppa yfir valmynd
30. september 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greinargerð um umbætur á löggjöf á fjármálamarkaði

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman greinargerð um þær umbætur á löggjöf á fjármálamarkaði sem standa fyrir dyrum á komandi löggjafarþingi. Umbæturnar eru einar þær viðamestu sem ráðist hefur verið í á lagalegri umgjörð íslensks fjármálamarkaðar. Í þeirri vinnu eru allir meginhlutar markaðarins undir, þ.e. löggjöf um fjármálafyrirtæki, verðbréfamarkaði, vátryggingastarfsemi og greiðsluþjónustu, auk þess sem unnið er að breytingum á ýmsum þáttum lífeyrissjóðalöggjafarinnar.


Yfirstandandi umbótahrina hófst fyrir alvöru árið 2010 og enn munu líða nokkur ár þar til umbótunum verður að fullu lokið. Líklega verða stærstu skrefin þó tekin á yfirstandandi þingi þar sem fjármála- og efnahagsráðherra stefnir að því að leggja m.a. fram frumvörp um víðtækar breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, frumvarp til laga um skila- og slitameðferð fjármálafyrirtækja, innstæðutryggingar, fagfjárfestasjóði, vátryggingaþjónustu og fasteignalán. Þessi greinargerð er sett fram með það að augnamiði að gefa yfirsýn yfir þá vinnu sem framundan er á yfirstandandi löggjafarþingi á þessu sviði, hvort sem er gagnvart einstaka þáttum fjármálaþjónustu eða markaðnum í heild.

Greinargerð um umbætur á löggjöf á fjármálamarkaði (PDF, 301,4 KB)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum