Hoppa yfir valmynd
6. október 2014 Matvælaráðuneytið

Fundur orkumála ráðherra ESB og EFTA.

Evrópskir orkumálaráðherrar
Evrópskir orkumálaráðherrar

Iðnaðar og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sat í dag fund orkumála ráðherra ESB og EFTA landanna í Mílanó. 

Á fundinum var m.a. til umræðu hvernig unnt sé að efla orkuöryggi í Evrópu og innri markað fyrir raforku. Í ávarpi ráðherra á fundinum lagði hún áherslu á staðbundna orkugjafa, eins og jarðvarma, og mikilvægi þess að auka hlut slíkra orkugjafa með það fyrir augum að bæta orkuöryggi innan Evrópu, auka orkusjálfstæði og draga úr innflutningi á jarðefnaeldsneyti frá löndum utan EES. 

Evrópskir orkumálaráðherrar

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum