Velferðarráðuneytið

Íbúðalánasjóður setur 400 íbúðir í sölu

Íbúðalánasjóður í Borgartúni
Íbúðalánasjóður í Borgartúni

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að setja 400 íbúðir úr eignasafni sjóðsins í sérstakt söluferli. Upplýsingar um söluferlið má finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs. Formlegt söluferli hefst þann 17. október næstkomandi og þá geta væntanlegir kaupendur nálgast ítarlega upplýsingaskýrslu um söluferlið og eignirnar á heimasíðu Íbúðalánasjóðs.

Íbúðalánasjóður mun bjóða íbúðirnar til sölu í sjö eignasöfnum, en tilboðsgjafar geta boðið í eitt eða fleiri söfn. Þær 400 íbúðir sem boðnar verða til sölu í eignasöfnunum sjö eru staðsettar á Austurlandi, Norðurlandi, Vesturlandi, Suðurlandi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Fasteignamat þeirra er um 6,5 milljarðar króna.

Sjóðurinn gerir þá kröfu til þeirra sem bjóða í eignirnar að þeir geri grein fyrir því hvernig þeir ætla að viðhalda útleigu íbúðanna og að þeir hafi trausta getu til fjármögnunar kaupanna.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn