Hoppa yfir valmynd
8. október 2014 Matvælaráðuneytið

ESA telur íslenska löggjöf um innflutning á fersku kjöti brjóta í bága við EES samning

ESA
ESA

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) birti í dag rökstutt álit sitt þess efnis að gildandi lög á Íslandi, sem leyfisbinda og setja tilgreind skilyrði fyrir innflutningi á hráum kjötafurðum, séu ekki í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum. 

Fréttatilkynning ESA

Þær lagareglur sem um ræðir þjóna þeim tilgangi að verjast smitsjúkdómum manna og dýra, og sérstaklega að koma í veg fyrir að hingað berist búfjársjúkdómar sem algengir eru í Evrópu en finnast ekki hér. En vegna aldalangrar einangrunar getur íslenskt búfé verið mjög næmt fyrir smiti og um það má finna nokkur dæmi. Íslandi er veittur tveggja mánaða frestur til að bregðast við áliti ESA. Það hefur nú verið tekið til athugunar í ráðuneytinu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum