Hoppa yfir valmynd
10. október 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Stattu með þér! 

er stuttmynd sem er ætluð tl að sporna við kynferðisofbeldi og klámvæðingu með sjálfvirðingu og jákvæðni að leiðarljósi.

Stattu með þér!
Stattu með þér!
Stattu með þér! er 20 mínútna löng stuttmynd ætluð nemendum á miðstigi grunnskóla. Henni er ætlað að sporna við kynferðisofbeldi og klámvæðingu með sjálfsvirðingu og jákvæðni að leiðarljósi.Stattu með þér! er fyrsta fræðsluefni sinnar tegundar fyrir þennan aldurshóp og standa vonir til að kennarar og foreldrar og aðrir ðstandendur nýti það til að styrkja 10-12 ára börn í að standa með sér gegn staðalímyndum og útlitsdýrkun og rækta sjálfsvirðingu í mannlegum samskiptum.

Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlega ofbeldi, sem er framleiðandi myndarinnar, fékk Brynhildi Björnsdóttur og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur til að vinna myndina sem er sjálfstætt framhald fræðslumyndarinnar Fáðu já! sem þær gerðu ásamt Páli Óskari Hjálmtýssyni.  Fáðu já er mynd ætluð börnum í 10. bekk en myndirnar eiga það sameiginlegt að vera forvarnarmyndir um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.

Stattu með þér!  er á vef velferðarráðuneytisins en þar er einnig ítarefni og kennsluleiðbeiningar tengdar myndinni.

Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum á rætur að rekja til samnings Evrópuráðsins, um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu barna, sem samþykktur var á Lanzarote árið 2007. Ísland undirritaði samninginn árið 2008 og Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um fullgildingu hans árið 2012. Í kjölfarið gerðu innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti með sér samning um verksvið Vitundarvakningar. Þverfaglegt samstarf ráðuneytanna helgast af því hversu víðfeðmt efni sáttmálans er og skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta. Samstarfið hefur einnig þótt til þess fallið að koma í veg fyrir tvíverknað með auknu upplýsingaflæði og samráði um málaflokka sem snerta samfélagslega vernd barna.

Á myndinni er ráðherra ásamt nemendum úr Hólabrekkuskóla þar sem myndin var frumsýnd í gær 9. október.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum