Hoppa yfir valmynd
14. október 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Drög að rafrænni handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

Gerð hafa verið drög að rafrænni handbók um velferð og öryggi barna í grunnskólum sem unnin er á grundvelli laga um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerðar um gerð og búnað  grunnskólahúsnæðis og skólalóða nr. 657/2009.

Gerð hafa verið drög að rafrænni handbók um velferð og öryggi barna í grunnskólum sem unnin er á grundvelli laga um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerðar um gerð og búnað  grunnskólahúsnæðis og skólalóða nr. 657/2009. Í handbókinni eru leiðbeiningar fyrir sveitarfélög, rekstraraðila grunnskóla, skólastjórnendur, kennara og aðra sem starfa í grunnskólum, um velferð og öryggi barna í grunnskólum. 

Handbókin fjallar um mikilvægi ýmis konar forvarna með það fyrir augum að tryggja sem best öryggi og velferð barna og ungmenna ásamt því hvernig skuli bregðast við slysum og áföllum af ýmsu tagi, sem geta komið upp í daglegu starfi grunnskóla. 

Fjallað er um andlega og líkamlega velferð og öryggi barna, og í handbókinni eru tillögur að verkferlum til að takast á við ýmis mál sem upp geta komið. Hún er enn fremur hugsuð sem leiðarvísir um hvernig unnið skuli að forvörnum til að skapa sem öruggast grunnskólaumhverfi.

Fram til 31. október 2014 er öllum þeim sem áhuga hafa gefinn kostur á að senda inn athugasemdir við drögin að handbókinni.  Athugasemdir óskast sendar á netfangið  [email protected]    

Drög þessi eru ekki prófarkalesin og eru lesendur beðnir velvirðingar á því. Prófarkalestur fer fram þegar tekið hefur verið tillit til þeirra ábendinga sem fram koma.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum