Hoppa yfir valmynd
15. október 2014 Matvælaráðuneytið

Innleiðing tilskipunar um merkingar á orkutengdum vörum - frumvarp liggur fyrir Alþingi

ESA
ESA

Í dag tilkynnti Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) að stofnunin hafi stefnt Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum vegna óinnleiddrar tilskipunar um merkingar á orkutengdum vörum. Tilskipunin er hluti af víðtækari löggjöf sem sett er til að stuðla að orkusparnaði. 

 Fréttatilkynning ESA

Í tengslum við framangreint vill ráðuneytið koma því á framfæri að frumvarp til laga um innleiðingu á umræddri tilskipun var samþykkt í ríkisstjórn fyrr á þessu ári en ekki náðist að leggja það fram á síðasta löggjafarþingi. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi þann 15. september sl. og er það nú til umfjöllunar hjá atvinnuveganefnd (frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 72/1994, um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi orkunotkun heimilistækja). ESA hefur verið upplýst um frumvarpið. Verði frumvarpið að lögum mun það tryggja fulla innleiðingu umræddrar tilskipunar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum