Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Menningarstefna í mannvirkjagerð gefin út að nýju

Stefnumörkun á sviði verklegrar framkvæmda er orðin hluti af stjórnsýslu hér á landi og er orðin viðurkennd leið til þess að efla gæði manngerðs umhverfis

Framhaldsskólinn Mosfellsbæ vígsluhátíð 2014
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

Menntamálaráðherra skipaði nefnd á miðju ári 2005 til að gera tillögur um stefnu íslenskra stjórnvalda í manngerðu umhverfi byggingarlistar undir formennsku Halldóru Vífilsdóttur. Starfshópurinn var skipaður Steve Christer, fulltrúa frá Arkitektafélagi Íslands, Hrafni Hallgrímssyni, umhverfisráðuneytinu, Óskari Valdimarssyni, Framkvæmdasýslu ríkisins og Jóhannesi Þórðarsyni, Listaháskóla Íslands. Ritari nefndarinnar var Guja Dögg Hauksdóttir.

 Menningarstefna í mannvirkjagerð — Stefna íslenskra stjórnvalda í byggingarlist var gefin út á prenti árið 2007. Þessi nýja útgáfa, með nýjum inngangi og ávarpi ráðherra, er aðeins gefin út rafrænt.

Í inngangi að nýju útgáfunni segir m.a.: "Menningarstefna í mannvirkjagerð – stefna íslenskra stjórnvalda í byggingarlist var samþykkt af ríkisstjórn í apríl 2007. Menningarstefnunni hefur verið fylgt eftir á markvissan hátt. Stefnumörkun á sviði verklegrar framkvæmda er orðin hluti af stjórnsýslu hér á landi og er þetta orðin viðurkennd leið til þess að efla gæði manngerðs umhverfis…

Einstaka þættir menningarstefnunnar hafa verið kynntir og útfærsla rædd á fundum með fulltrúum ýmissa stofnana og hópa. Tekið hefur verið á byggingarmálum ráðuneyta, menntamálum og rannsóknum, gæðaflokkum og flokkunarkefi fyrir framkvæmdir, hlutverki rannsóknasjóða, menningarstefnu í stórmannvirkjum, byggingarreglugerð og reglugerð um skipulagsmál. Einnig var menningarstefnan rædd í tengslum við gerð landsskipulagsstefnu…

Menningarstefna í mannvirkjagerð er ekki aðeins orðin tóm. Stefnan er komin í framkvæmd og má nefnda nokkur atriði í því sambandi:

- Tekin hefur verið upp markviss stjórnun með skýrum verklagsreglum á öllum stigum við umsjón opinberra fram- kvæmda.

- Haldnar hafa verið opnar hönnunarsamkeppnir á vegum ríkisins og er vísað til menningarstefnunnar í þeim samkeppnum.

- Vísað er í menningarstefnu í mannvirkjagerð í forsendum styrkveitinga úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

- Gerð hafa verið sniðmát af mannvirkjaáætlun fyrir öll ráðuneyti.

- Tekið hefur verið tillit til líftímakostnaðar en ekki aðeins stofnkostnaðar við opinberar framkvæmdir. Ennfremur er mælt með líftímagreiningum í nýrri byggingarreglugerð.

- Áhersla er lögð á aðgengi."

------------------------------------

Menningarstefna í mannvirkjagerð - ný útgáfa 2014

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn