Hoppa yfir valmynd
23. október 2014 Matvælaráðuneytið

Ísland áfram utan makrílsamnings

Makrílveiði
Makrílveiði

Árlegur fundur strandríkja um stjórnun makrílveiða í Norðaustanverðu Atlantshafi var haldinn í London 21.-23. október. Á fundinum var vísindaráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins (ICES) kynnt og undirstrikaði hún sterka stöðu makrílstofnsins. Jafnframt sýndi hún fram á mikla makrílgengd í íslenskri lögsögu yfir sumartímann þegar makríllinn er í ætisleit. 

Á fundinum náðist ekki samkomulag um skiptingu aflahlutdeildar fyrir næsta ár. Það sem strandaði á var ákvörðun um hlut Íslands af heildaraflanum en eitt strandríki gat ekki fallist á þann hlut Íslands sem önnur strandríki voru reiðubúin að samþykkja.

„Það er mjög óheppilegt að strandríkin hafi ekki náð samkomulagi um ábyrga stjórn veiða úr þessum mikilvæga stofni. Það er líka mikið áhyggjuefni að þessi sömu ríki hafa enn ekki náð samkomulagi um stjórnun veiða á öðrum sameiginlegum stofnum uppsjávarfiska á Norðaustanverðu Atlantshafi. Ísland mun hér eftir sem hingað til leggja mikla áherslu á að samningar náist um ábyrga og sjálfbæra nýtingu þessara stofna sem grundvallist á vísindalegri ráðgjöf“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum