Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Frestur til að tilnefna nýsköpunarverkefni í opinberri þjónustu og stjórnsýslu framlengdur

Nýsköpunarverðlaun 2015

Nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða haldin í fjórða sinn 23. janúar 2015. Á síðustu þremur árum hafa um 140 verkefni verið tilnefnd til nýsköpunarverðlaunanna, en frestur til að skila inn tilnefningum fyrir næstu afhendingu hefur verið framlengdur. 

Þrjú verkefni hafa fengið verðlaunin auk þess sem tólf önnur framúrskarandi verkefni hafa fengið sérstakar viðurkenningar. Allar ríkisstofnanir, ráðuneyti og sveitarfélög landsins geta tekið þátt og tilnefnt verkefni til nýsköpunarverðlaunanna.

Óskað er eftir tilnefningum til nýsköpunarverðlaunanna. Tilnefningar ásamt rökstuðningi skulu sendar á vefpóstfangið: [email protected]

Skilafrestur tilnefninga hefur verið framlengdur til 17. nóvember 2014.

Nánari upplýsingar um verðlaunin, skil á verkefnum og nýsköpun í opinberum rekstri

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum