Velferðarráðuneytið

Tölfræði um félagsleg velferðarmál á Norðurlöndunum

Fánar Norðurlandanna
Fánar Norðurlandanna

Fjallað er um umfang, útgjöld og fjármögnun félagslegra velferðarmála hjá öllum Norðurlandaþjóðunum á tímabilinu 2012-2013 í nýjasta riti NOSOSKO-nefndarinnar sem er nýkomið út. Í ritinu eru margvíslegar tölfræðiupplýsingar um félagsmál sem gefur kost á samanburði milli landanna.

NOSOSKO er nefnd sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og stendur skammstöfunin fyrir Nordisk Socialstatistisk Komité. Nefndin hefur umsjón með samræmingu á hagtölum á sviði félags- og tryggingamála í norrænu ríkjunum. Að auki vinnur nefndin samanburðargreiningar og skilgreiningar á umfangi og innihaldi félagslegra aðgerða.

NOSOSKO gefur árlega út ritið; Social tryghed i de nordiske lande og skiptast þjóðirnar á um að fara með formennsku í nefndinni og annast þar með ritstjórn útgáfunnar.

Ekki eru einungis tölfræðilegar upplýsingar í ritinu Social Tryghed, heldur má þar einnig lesa greinargott yfirlit um helstu breytingar sem gerðar hafa verið á svið félagsþjónustu í hverju landi fyrir sig á því tímabili sem ritið nær yfir.

Sem dæmi um upplýsingar sem hægt er að kynna sér í ritinu er samanburður milli landa á ýmsum greiðslum félagslega kerfisins. Má þar nefna greiðslur sem einstætt foreldri nýtur missi það vinnuna, kaupmáttur þeirra greiðslna og samanburður við laun viðkomandi fyrir atvinnumissinn.

Ritinu er skipt upp í kafla eftir umfjöllunarefnum þar sem meðal annars er fjallað um mannfjölda og tekjuskiptingu, fjölskyldur og börn, atvinnuleysi, aldraða, hreyfihamlaða, húsnæðisbætur og aðrar félagslegar greiðslur o.fl.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn