Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2014 Félagsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Tölfræði um félagsleg velferðarmál á Norðurlöndunum

Fánar Norðurlandanna
Fánar Norðurlandanna

Fjallað er um umfang, útgjöld og fjármögnun félagslegra velferðarmála hjá öllum Norðurlandaþjóðunum á tímabilinu 2012-2013 í nýjasta riti NOSOSKO-nefndarinnar sem er nýkomið út. Í ritinu eru margvíslegar tölfræðiupplýsingar um félagsmál sem gefur kost á samanburði milli landanna.

NOSOSKO er nefnd sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og stendur skammstöfunin fyrir Nordisk Socialstatistisk Komité. Nefndin hefur umsjón með samræmingu á hagtölum á sviði félags- og tryggingamála í norrænu ríkjunum. Að auki vinnur nefndin samanburðargreiningar og skilgreiningar á umfangi og innihaldi félagslegra aðgerða.

NOSOSKO gefur árlega út ritið; Social tryghed i de nordiske lande og skiptast þjóðirnar á um að fara með formennsku í nefndinni og annast þar með ritstjórn útgáfunnar.

Ekki eru einungis tölfræðilegar upplýsingar í ritinu Social Tryghed, heldur má þar einnig lesa greinargott yfirlit um helstu breytingar sem gerðar hafa verið á svið félagsþjónustu í hverju landi fyrir sig á því tímabili sem ritið nær yfir.

Sem dæmi um upplýsingar sem hægt er að kynna sér í ritinu er samanburður milli landa á ýmsum greiðslum félagslega kerfisins. Má þar nefna greiðslur sem einstætt foreldri nýtur missi það vinnuna, kaupmáttur þeirra greiðslna og samanburður við laun viðkomandi fyrir atvinnumissinn.

Ritinu er skipt upp í kafla eftir umfjöllunarefnum þar sem meðal annars er fjallað um mannfjölda og tekjuskiptingu, fjölskyldur og börn, atvinnuleysi, aldraða, hreyfihamlaða, húsnæðisbætur og aðrar félagslegar greiðslur o.fl.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira