Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2015 Innviðaráðuneytið

Drög að breyttri reglugerð um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 19. febrúar næstkomandi á netfangið [email protected].

Breytingin varðar reglugerð nr. 380/2013 og snýr fyrst og fremst að hönnunarfyrirtækjum og umsækjendum tegundarvottunar og viðbótartegundarvottunar sem munu þurfa að leggja fram umrædd gögn til þess að loftfarið fái lofthæfi- og umhverfisvottun.

Með reglugerðinni eru settar kröfur um eftirfarandi gögn sem nauðsynleg eru fyrir örugga starfrækslu loftfars (rekstrarhæfisgögn):

  • lágmarksnámsskrá fyrir tegundaáritun flugmanns;
  • tilvísunargögn loftfars til að styðja við hæfi herma;
  • lágmarksnámsskrá fyrir tegundaáritun viðhaldsvottunarstarfsfólks;
  • tegundargögn fyrir þjálfun öryggis- og þjónustuliða og
  • grunnlista yfir lágmarksbúnað (master minimum equipment list - MMEL).

Reglugerðin er sett samkvæmt heimild í 7. mgr. 28. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum. Með henni er efnislega útfærð reglugerð framkvæmdastjórnar ESB nr. 69/2014 frá 27. janúar 2014. Tilgangurinn með reglugerðinni er að uppfæra reglugerð ESB nr. 748/2012 til að innleiða megi hugtakið „gögn um rekstrarhæfi“, þ.e. Operational Suitability Data – OSD. Það hugtak hefur verið innleitt í reglugerð nr. 216/2008 sem hluti af fyrsta útvíkkunarpakkanum svokallaða. Búist er við að gögnin um rekstrarhæfi hjálpi til við að loka bilinu milli lofthæfis og starfrækslu. Á heildina litið telur EASA að verulegur öryggisávinningur, sem felst í tillögunni um rekstrarhæfisgögn þar sem tekist er á við fjölda öryggistillagna, vegi þyngra en kostnaður flugiðnaðarins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum