Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2015 Innviðaráðuneytið

Skráning á umferðarþing og samgönguþing stendur yfir

Skráning stendur nú yfir til þátttöku í umferðarþingi og samgönguþingi en þau fara fram fimmtudaginn 19. febrúar næstkomandi í Hörpu í Reykjavík. Dagskrá umferðarþings stendur frá klukkan 9 til 12 og dagskrá samgönguþings frá klukkan 13 til 17.

Á umferðarþingi verður meðal annars rætt um osakir og áhrifavalda fækkunar banaslysa í umferðinni, fjallað um spurninguna hvort fatlað fólk búi við sama öryggi og aðrir í umferðinni og umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaga.

Aðalefni samgönguþings er umfjöllun um drög að samgönguáætlun fyrir árin 2015 til 2026. Ólöf Nordal innanríkisráðherra kynnir stefnu og meginmarkmið áætlunarinnar og Birna Lárusdóttir, formaður samgönguráðs, ræðir um aðdraganda og samráðsferli við gerð samgönguáætlunar. Einnig verður fjallað um framtíðarsýn, fjármögnun framkvæmda og ferðaþjónustu.

Skráning fer fram hér og eru þeir sem hyggjast sækja þingin, annað eða bæði, beðnir að skrá sig eigi síðar en klukkan 16 þriðjudaginn 17. febrúar næstkomandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum