Hoppa yfir valmynd
23. mars 2015 Utanríkisráðuneytið

Fundað með aðstoðarframkvæmdastjóra OCHA 

Stefán Haukur og Kyung-wha Kang

Stefán Haukur Jóhannesson ráðuneytisstjóri átti í dag fund með Kyung-wha Kang, aðstoðarframkvæmdastjóra samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA en hún tekur nú þátt í árlegum samráðsfundi með fulltrúum Norðurlandanna. OCHA sinnir mikilvægu starfi þar sem skrifstofan skipuleggur neyðaraðstoð og samhæfir starf undirstofnana SÞ og annarra á vettvangi. Mikið hefur mætt á stofnuninni síðustu mánuði , m.a. vegna stríðsátakanna í Sýrlandi en yfir 12 milljónir Sýrlendinga þurfa á neyðaraðstoð að halda og um 3,9 milljónir hafa flúið til nágrannaríkjanna.OCHA starfar nú í 38 löndum, m.a. Sýrlandi, Írak, Jemen,  Afganistan Malí, Sómalíu og Úkraínu. 

Kang þakkaði Íslendingum stuðninginn en á síðasta ári runnu tæpar 30 milljónir ísl. kr. til starfsemi stofnunarinnar. Hún sagði ekki síður mikilvægt að stjórnvöld um allan heim töluðu fyrir aukinni mannúðaraðstoð, þar sem þörfin væri gríðarleg og færi vaxandi. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum