Velferðarráðuneytið

Upplýsingar um verkfallsboðanir og vinnudeilur

Í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin á vinnumarkaði hvað varðar gerð kjarasamninga hefur ríkissáttasemjari að beiðni félags- og húsnæðismálaráðherra veitt velferðarráðuneytinu eftirfarandi upplýsingar um verkfallsboðanir sem og þær deilur sem vísað hefur verið til embættisins á grundvelli laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur.

Eftirtaldir aðila hafa vísað deilum í tengslum við gerð kjarasamninga til ríkissáttasemjara:

 • AFL Starfsgreinafélag og Samtök atvinnulífsins vegna undirverktaka á ALCOA lóð.
 • Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins.
 • Dýralæknafélag Íslands og ríkið.
 • Félag bókagerðarmanna og Samtök atvinnulífsins.
 • Félag geislafræðinga og ríkið.
 • Félag hársnyrtisveina og Samtök atvinnulífsins.
 • Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins og ríkið.
 • Félag íslenskra félagsvísindamanna og ríkið.
 • Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkið.
 • Félag íslenskra leikara og ríkið.
 • Félag íslenskra náttúrufræðinga og ríkið.
 • Félag lífeindafræðinga og ríkið.
 • Félag sjúkraþjálfara og ríkið.
 • Félagsráðgjafafélag Íslands og ríkið.
 • Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Samtök atvinnulífsins.
 • Flóabandalagið og Samtök atvinnulífsins.
 • Fræðagarður og ríkið.
 • Iðjuþjálfafélag Íslands og ríkið.
 • Landssamband íslenskra verslunarmanna og Samtök atvinnulífsins.
 • Ljósmæðrafélag Íslands og ríkið.
 • Matvís og Samtök atvinnulífsins.
 • Mjólkurfræðingafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins.
 • Rafiðnaðarsamband Íslands og Samtök atvinnulífsins.
 • Samiðn og Samtök atvinnulífsins.
 • Samtök atvinnulífsins vegna Rio Tinto Alcan og Hlíf, Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Fit, Rafiðnaðarsamband Íslands, VR og Matvís.
 • Sálfræðingafélag Íslands og ríkið.
 • Starfsgreinasamband Íslands og Samtök atvinnulífsins.
 • Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands og ríkið.
 • Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga.
 • Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði og ríkið.
 • Stéttarfélag lögfræðinga og ríkið.
 • VR og Samtök atvinnulífsins.
 • Þroskaþjálfafélag Íslands og ríkið.

Vinnustöðvun stendur yfir hjá eftirfarandi aðilum í tengslum við gerð kjarasamninga.

 • Dýralæknafélag Íslands vegna starfa hjá ríkinu.
  -    Ótímabundið.
 • Félag greislafræðinga hjá ríkinu.
  -    Ótímabundið.
 • Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins vegna starfa hjá Fjársýslu ríkisins.
  -    Ótímabundið.
 • Félag íslenskra náttúrufræðinga vegna starfa á Landspítala.
  -    Ótímabundið.
 • Félag íslenskra náttúrufræðinga vegna starfa hjá Matvælastofnun.
  -    Ótímabundið.
 • Félag lífeindafræðinga vegna starfa hjá ríkinu.
  -    Ótímabundið.
 • Ljósmæðrafélag Íslands vegna félagsmanna á Sjúkrahúsi Akureyrar.
  -    Ótímabundið.
 • Ljósmæðrafélag Íslands vegna Landspítala.
  -    Ótímabundið.
 • Stéttarfélag lögfræðinga vegna starfa hjá Sýslumannsembættum.
  -    Ótímabundið.
 • Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði vegna starfa hjá Matvælastofnun.
  -    Ótímabundið.

Eftirtaldir aðila hafa boðað vinnustöðvun í tengslum við gerð kjarasamninga.

 • AFL, vegna félagsmanna hjá fyrirtækjum sem starfa á ALCOA-lóð, Eimskipafélag Íslands, Lostæti, Gámaþjónusta Austurlands, Securitas, VHE, Launaafl og Fjarðaþrif.-    Ótímabundið frá og með 4. maí 2015 verði samningar ekki samþykktir.
 • Sextán landsbyggðarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands:
  -    30. apríl 2015, kl. 12:00 – 24:00.
  -    6. maí 2015.
  -    7. maí 2015.
  -    19. maí 2015.
  -    20. maí 2015.
  -    Ótímabundið frá og með 26. maí 2015.

Eftirtaldir aðilar hafa slitið viðræðum og hafið undirbúning aðgerða:

 • Flóabandalagið, þ.e. Efling-stéttarfélag, Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, slitu viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í gær, 27. apríl 2015, hjá ríkissáttasemjara og samkvæmt vefsíðu Eflingar-stéttarfélags hefja þau nú undirbúning aðgerða.
 • VR og Landssamband íslenskra verzlunarmanna slitu einnig viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í gær, 27. apríl 2015, hjá ríkissáttasemjara og samkvæmt vefsíðu VR hefja þau undirbúning aðgerða.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn