Hoppa yfir valmynd
Félagsmálaráðuneytið

Króatar fá aðgang að íslenskum vinnumarkaði

Stjórnarráðið
Stjórnarráðið

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í morgun tillögu Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um að nýta ekki frekari aðlögunarheimildir Evrópusambandsins til að takmarka aðgengi Króata að íslenskum vinnumarkaði.

Króatía fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2013 en aðildarríkjum var heimilt að takmarka aðgengi Króata að vinnumörkuðum sínum ef talið var að innkoma þeirra gæti valdið verulegri röskun á vinnumarkaði. Ísland nýtti sér þessa heimild tímabundið og rennur hún út 1. júlí næstkomandi.

Umsóknir Króata um atvinnuleyfi hér á landi hefur verið lítill hluti af heildarfjölda umsókna sem berast Vinnumálastofnun og voru þær aðeins tólf á árunum 2013-2015. Í ljósi þessara upplýsinga og að höfðu samráði við samtök aðila vinnumarkaðarins á almennum vinnumarkaði er niðurstaðan sú að nýta ekki frekar aðlögunarheimildir til að fresta aðgengi Króata að íslenskum vinnumarkaði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira