Hoppa yfir valmynd
11. júní 2015 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Skrifað undir viljayfirlýsingu um skipti á upplýsingum á sviði vöruöryggis

Fultrúar innanríkisráðuneytis og ríkisstjórnsýslu Alþýðulýðveldisins Kína um gæðaeftirlit, skoðun og sóttvarnir skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að skiptast á upplýsingum á sviði vöruöryggis. Kveður yfirlýsingin meðal annars á um skipti á upplýsingum er varða lög og reglugerðir á því sviði, um áherslur og nýmæli við eftirlit og vandamál sem koma upp vegna kvartana er varða vörur og fleira.

Skrifað var í dag undir viljayfirlýsing Kína og Íslands um vöruöryggi.
Skrifað var í dag undir viljayfirlýsing Kína og Íslands um vöruöryggi.

Mei Kebao, aðstoðarráðherra frá Kína, og Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis, skrifuðu undir viljayfirlýsinguna.

Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Mei Kebao, aðstoðarráðherra frá Kína, skrifuðu undir viljayfirlýsinguna. Við undirritunina lýsti ráðuneytisstjórinn ánægju með viljayfirlýsinguna og sagði öryggi vöru afar mikilvægt enda flytti Ísland inn margs konar vörur frá Kína sem væri eitt stærsta framleiðsluland í heimi á neytendavörum. Sagði hún viljayfirlýsinguna gera það mögulegt að fá formlega aðstoð hjá kínverskum stjórnvöldum við markaðseftirlit. Sagði hún það verða til gagns fyrir bæði ríkin og til þess fallið að styrkja viðskiptasambönd, auka traust og stuðla að auknum viðskiptum milli ríkjanna.

Kínverski aðstoðarráðherrann lýsti einnig ánægju sinni með viljayfirlýsinguna en tengiliður vegna þessa samstarfs er ríkisstjórnsýsla Kína um gæðaeftirlit, skoðun og sóttvarnir og tengiliður Íslands verður Neytendastofa. Sendiráð Kína á Íslandi mun einnig veita aðstoð eftir því sem þörf krefur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira