Ráðherra fylgir ráðgjöf Hafró
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur tekið ákvörðun um heildarafla fyrir tiltekna nytjastofna fiskveiðiárið 2015-2016. Þriðja árið í röð fylgir ráðherra tillögum Hafrannsóknarstofnunnar. Þá hefur ráðherra einnig gefið út reglugerð um stjórn makrílveiða fyrir komandi vertíð.
Margir nytjastofna á Íslandsmiðum eru í ágætu jafnvægi og nýting á þeim hófleg, eins og segir í nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar.
- Aflamark þorsks verður 239 þúsund tonn sem er hækkun um 21 þúsund tonn frá ráðgjöf fyrir yfirstandandi fiskveiðiár
- Aflamark ýsu verður 36,4 þúsund tonn sem er 6 þúsund tonna aukning frá yfirstandandi fiskveiðiári
- Heildarafli í makríl verður 173 þúsund tonn og hlutfallsleg skipting hans á milli flokka er með sama hætti og í fyrra
- Enn á eftir að ákveða aflamark í stórum uppsjávartegundum
- Versnandi horfur eru í keilu, löngu, blálöngu,skötusel, langlúru, humri og fleiri tegundum sem að mestu halda sig í hlýjum sjó við suður- og vesturströndina
- Alls gæti verðmætaaukning vegna aukins heildarútflutnings sjávarafurða vegna aflaaukningar numið 7-8 milljörðum króna, haldist afurðaverð svipað því sem af er ári
- Formleg mótun nýtingarstefnu og setning aflareglu til nokkurra ára við ákvörðun aflamarks eru lykilþættir við stjórn fiskveiða og gerð er krafa um það á alþjóðavettvangi
- Veiðum úr mörgum mikilvægustu nytjastofnum á Íslandsmiðum er stýrt á grundvelli aflareglna sem standast alþjóðleg varúðarsjónarmið og hafa verið prófaðar af Alþjóða hafrannsóknaráðinu (ICES)
Tegund | Tonn |
Blálanga | 2.600 |
Djúpkarfi | 10.000 |
Grálúða | 12.400 |
Gullkarfi | 48.500 |
Gulllax | 8.000 |
Humar | 1.500 |
Íslensk sumargotssíld | 70.200 |
Keila | 3.000 |
Langa | 15.000 |
Langlúra | 1.100 |
Litli karfi | 1.500 |
Sandkoli | 500 |
Skarkoli | 6.500 |
Skrápflúra | 0 |
Skötuselur | 1.000 |
Steinbítur | 8.200 |
Ufsi | 55.000 |
Úthafsrækja | 4.000 |
Ýsa | 36.400 |
Þorskur | 239.000 |
Þykkvalúra/Sólkoli | 1.300 |